Vigdisarstofa.is

Vigdísarstofa

  • Skoða sem PDF skjal

 

Hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur mun rísa á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu í hjarta háskólasvæðisins. Byggingin verður um 3.000 fermetrar að stærð auk af bílageymslu neðanjarðar. Nú stendur yfir hönnunarsamkeppni um bygginguna og munu niðurstöður hennar liggja fyrir um miðjan maí. Áætlað er að það taki tvö ár að byggingja húsið og það verði tekið í notkun síðla árs 2014.

Markmiðið með húsbyggingunni er tvíþætt: annars vegar að skapa aðstöðu fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar, sem mun starfa undir formerkjum UNESCO, og hins vegar að skapa fullkomna aðstöðu til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál og menningu til almennings og vísindasamfélagsins.

Hluti byggingarinnar verður Stofa Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdísarstofa, en þar munu gestir og gangandi eiga þess kost að kynnast lífi Vigdísar og störfum, m.a. í þágu tungumála. Ennfremur verður þar aðstaða fyrir sýningar og móttökur og mun stofan tengjast Vigdísi með beinum hætti. Við höfum tekið höndum saman um að fjármagna uppbyggingu og frágang Vigdísarstofu og leita til sem flestra til að leggja þar hönd á plóg.

Það er sannfæring okkar að Vigdísarstofa og Stofnun Vigdísar muni með starfsemi sinni halda á lofti með veglegum hætti þeim sögulega viðburði, þegar Íslendingar fyrstir þjóða kusu konu í embætti forseta.

Þú ert hér: