Vinir Vigdísarstofnunar

 

Vinir Vigdísarstofnunar er óformleg hreyfing áhugamanna, stofnuð 26.september 2010, á Degi Evrópskra tungumála, sem setti sér það markmið að kynna og efla samstöðu með áformum um byggingu Alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Hreyfingin er óformleg, þar sem hún á hvorki kennitölu, reikning, heimilisfang, stjórn eða lög. Heimili og aðsetur er vefsíða: www.vvs.is þar sem safnað hefur verið ýmsu efni sem tengist verkefninu. Fjárframlögum hefur verið beint á reikning Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.